Skip to content

Latest commit

 

History

History
111 lines (70 loc) · 4.15 KB

readme.md

File metadata and controls

111 lines (70 loc) · 4.15 KB

Vefforritun 1, 2024: Verkefni 6, CSS #4

Markmið

  • Setja upp Node.js og NPM og nota til að sækja pakka.
  • Nota tól fengin af NPM.
  • Keyra tól í vinnuflæði með package.json.

Vinna má út frá sýnilausn á verkefni 5.

Verkefni 2–6

Í verkefnum 2–6 munum við vinna áfram með sama verkefni og byggja ofan á það:

  • Verkefni 2 skilgreinir grunn HTML og síður.
  • Verkefni 3 bætir við grunn viðmóti.
  • Verkefni 4 setur upp útlit (e. layout).
  • Verkefni 5 setur upp grind og gerir útlit skalanlegt (e. responsive).
  • Verkefni 6 setur upp tól til að hjálpa við skipulag og vinnu.

Útlit

Sama gildir um útlit og í verkefni 5, útlit ætti að haldast alveg það sama, eina sem breytist er hvernig verkefnið er uppsett.

Tæki og tól

Til þess að geta notað þessi tól þarf að setja upp Node.js, sækið „Recommended For Most Users“. Eftir að þið hafið keyrt uppsetningar forrit getið þið opnað Command prompt/terminal/skel og keyrt:

> node -v
v20.17.0 # eða sú útgáfa sem þið sóttuð
> npm -v
10.8.2 # eða álíka

Ef þið fáið þetta ekki upp, prófið að endurræsa. Annars fá aðstoð í dæmatímum, í fyrirlestri, tölvupósti eða á slack.

Setja skal upp sass, browser-sync, stylelint og concurrently til að nýta Sass og geta gert breytingar sem sjást strax í vafra.

Fyrst þarf að búa til package.json með því að keyra npm init í verkefnamöppu.

Síðan þarf að sækja hvert tól með npm install --save-dev <nafn á tóli>.

Sass

Skipta skal CSS upp í mismunandi skrár undir styles/.

Í styles/config.scss skal geyma allar stillingar fyrir verkefni og nota þær á viðeigandi stöðum.

Browser sync & concurrently

Þegar skipunin npm run dev er keyrð skal verkefnið keyra upp vefþjón með browser-sync, þýða sass skrár og fylgjast með breytingum á HTML og Sass.

Linting

Setja skal upp stylelint með stylelint-config-standard, stylelint-config-sass-guidelines, .stylelintrc ætti að innihalda:

{
  "extends": ["stylelint-config-standard", "stylelint-config-sass-guidelines"],
  "rules": {
    "import-notation": null,
    "selector-no-qualifying-type": null
  }
}

Þegar skipunin npm run lint -s er keyrð skal keyra stylelint með þessum reglum og ættu engar villur að koma fram.

GitHub & Netlify

Setja skal upp verkefnið á GitHub og skila með slóð á repo. Tengja skal Netlify við GitHub repo.

Mat

  • 30% – CSS flutt yfir í Sass
  • 30% – stylelint uppsett og engar villur
  • 20% – Verkefni sett upp með git, repo á GitHub og tengt þaðan við Netlify
  • 20% – Verkefni sett upp með package.json og viðeigandi scriptum

Sett fyrir

Verkefni sett fyrir mánudaginn 30. september 2024.

Skil

Skila skal í Canvas, seinasta lagi fyrir lok dags fimmtudaginn 3. október 2024.

Skilaboð skulu innihalda:

  • Slóð á verkefnið keyrandi í hýsingu
  • Slóð á GitHub repo fyrir verkefni. Dæmatímakennurum skal hafa verið boðið í repo. Notendanöfn þeirra eru:
    • digitalsigga
    • ofurtumi
    • osk
    • polarparsnip
    • reynirjr

Skila má eins oft og þið viljið þar til skilafrestur rennur út.

Einkunn

Leyfilegt er að ræða, og vinna saman að verkefni en skrifið ykkar eigin lausn. Ef tvær eða fleiri lausnir eru mjög líkar þarf að færa rök fyrir því, annars munu allir hlutaðeigandi hugsanlega fá 0 fyrir verkefnið.

Ef stórt mállíkan (LLM, „gervigreind“, t.d. ChatGTP) er notað til að skrifa part af lausn skal taka það fram. Sjá nánar á upplýsingasíða um gervigreind hjá HÍ.

Sett verða fyrir tíu minni verkefni þar sem átta bestu gilda 5% hvert, samtals 40% af lokaeinkunn.

Sett verða fyrir tvö hópverkefni þar sem hvort um sig gildir 10%, samtals 20% af lokaeinkunn.

Útgáfa 0.1